Hljóðlega ekur vagn um víða skóga, visnandi laufið þekur raka jörð, haustmyrkur fellur yfir mörk og móa, máninn við tinda fjallsins heldur vörð. Hljóðlega ekur þú og enginn getur angur þitt sefað harmana bætt. Dvínar i fjalli kulda að sálu setur, sumar að baki, nálgast langur vetur.